Eftir hefðbundin morgunverk hér í Ölver fengu stelpurnar pastasallat í hádegismat. Eftir mat voru Ölversleikar, en þá keppa stelpurnar í hinum ýmsu þrautum m.a að spýta rúsínu eins langt og hægt er og sparka stígvéli eins langt og hægt er.
Þær máluðu líka leir rammana sem þær bjuggu til og fengu svo kaffitíma, því næst var kominn tími á sturtu og heita pottinn. Eftir það fengu allar sem vildu fastar fléttur í hárið og klæddu sig í fínu fötin.
Þar sem þetta var veisludagur(síðasti heili dagurinn) þá var pizza í matinn og rice crispies kaka í eftirrétt, matsalurinn var skreyttur og borðum stokkað upp, búið var að merkja hvert sæti svo stelpurnar fengju að kynnast fleirum.
Á kvöldvöku var komið að foringjum að sýna leikrit, og hlógu stelpurnar út í eitt yfir þeim.
Nokkuð vel gekk að fá stelpurnar til að sofna eftir annasaman dag.

Í dag er svo heimferðadagur, stelpurnar fengu að sofa aðeins lengur í morgun.
Eftir morgunmat og fánahyllingu pökkuðu stelpurnar niður í töskur, og héldu svo á síðasta Biblíulesturinn.
Þar ræddum við um hvað þær hefðu lært á þessari tæpu viku og óhætt er að segja að svörin voru fjölbreytt. Ein sagði að maturinn er góður þó hún héldi að hann væri vondur, önnur sagðist hafa lært að elska sjálfa sig og hlusta á sína rödd en ekki taka mark á leiðindar athugasemdum annara. Flestar voru á því að hafa lært þakklæti og treysta Guði.

Núna spila stelpurnar brennó við foringjana og fá síðan grillaðar pylsur áður en lokastundin hefst. En þar fer framm verðlaunaafhending og fleira skemmtilegt.

Rútan leggur svo af stað frá Ölver klukkan 14 og ætti því að vera komin á Holtaveginn um kl 15.

Allir óskilamunir fara á Holtaveg og hægt verður að nálgast þá þar.
myndir úr flokknum

Bestu þakkir fyrir frábæran flokk og flottar stelpur

Guðbjörg forstöðukona