Í gær var lagt af stað upp í Ölver í fyrsta flokk sumarsins. Veðurspáin hafði ekki virkað spennandi en það rættist úr henni og eftir hádegismat fóru stelpurnar í gönguferð um svæðið og leiki úti. Eftir kaffi var föndrað og spilað og virtust stelpurnar njóta sín.
Eftir kvöldmat var kvöldvaka með hæfileikasýningu og fengum við að sjá flotta nokkra hæfileika hjá þessum flottu stelpum. Einnig var farið í bingó þar sem þær áttu að finna einhvern sem þær áttu að finna einhvern sem passaði við ákveðna lýsingu, t.d. að eiga hund, finnast gaman að dansa og kunna fleiri en 2 tungumál. Á meðan kvöldkaffið var í gangi hlustuðu þær á söguna “Þú ert frábær”. Þær sofnuðu svo allar eftir viðburðaríkan dag og hlökkum við til áframhaldandi skemmtunar með þeim næstu daga.
Með kveðju frá Ölveri,
Guðlaug og Ólöf forstöðukonur