Stelpunar vöknuðu galvaskar í morgun, tilbúnar í morgunrútínuna okkar, morgunmat, fánahyllingu, morgunstund og brennó. Í dag lærðu þær um Jesú, hvernig hann mætti fólki með kærleika og umbreytti lífi þess. Þær lærðu einnig að fletta upp í Nýja testamentinu einkunnarorðum Ölvers sálmi 36:10 “Því hjá þér er uppspretta lífsins, í þínu ljósi sjáum við ljós”. Þær hlustuðu aftur svo vel og taka virkan þátt í umræðum, svo flottur hópur.
Í hádegismat var grænmetisbuff, kúskús og grænmeti.
Eftir hádegi var farið í gönguferð niður að á, buslað og vaðið. Þegar heim var komið biðu nýbökuð skinkuhorn og súkkulaðibitakökur.
Eftir kaffi var þeim skipt upp í 4 hópa, hiphopdans, brjóstsykursgerð, kókoskúlugerð og málað var á steina úti í glaðasólskininu.
Þá æfðu hin þrjú herbergin sem ekki sýndu leikrit í gær sig fyrir kvöldvöku en restin fór í heita pottinn eða lék sér úti í góða veðrinu.
Í kvöldmatinn var kalt pastasalat og kvöldvakan var auðvitað á sínum stað. Þar voru flutt frábær leikrit og dansarnir frá því fyrr um daginn sýndir. Þær fengu líka að heyra söguna “Þú ert frábær”.
Bænakonurnar eru nú inn á bænahernergjunum og ró er að færast yfir húsið.
Hlýjar kveðjur úr Ölveri
Erla Björg Káradóttir forstöðukona