Brottfarardagur er runninn upp! Stelpurnar eru búnar að pakka niður og spenntar að fara heim eftir hreint frábæra viku hér. Morgunrútínan var þó á sínum stað, morgunmatur, fánahylling, morgunstund og síðan var foringjabrennó þar sem vinningsliðið og svo allir keppa við foringjana sem erfitt er nú að vinna!

Í hádegismatinn eru grillaðar pylsur og svo hefst lokastundin okkar þar sem fram fer verðlaunaafhending og kveðjustund.

Rútan fer héðan kl.14 og er komin um kl.15 á Holtaveg.

Við þökkum innilega fyrir samveruna og að hafa fengið að hafa þessar dýrmætu perlur hjá okkur. Vonandi sjáumst við sem flestar aftur á næsta ári!

Kær kveðja frá okkur öllu starfsfólki Ölvers <3