Engin lýsing til

Þá er komið að veisludegi, ótrúlegt en satt! Síðasti heili dagurinn okkar saman. Stelpunar voru svolítið þreyttar í morgun svo þær fengu að sofa örlítið lengur sem var kærkomið. Þegar allar voru klæddar og komnar á ról fóru þær í morgunmat, fánahyllingu, á morgunstund og í brennó. Veðrið hefur leikið við okkur svo þær nýttu líka öll tækifæri inn á milli til að vera úti. 

Í hádegismat voru kjötbollur með brúnni sósu, kartöflumús og grænmeti.  

Eftir hádegi hófst mikið ævintýri þar sem þær fóru inn í ævintýraheim þar sem þær hittu steinsofandi Þyrnirós sem þær þurftu að vekja, Gullbrá sem leyfði þeim að smakka á skrítnum hafragrautum, óhugnalega norn sem lét þær drekka nornaseið og grátandi jólatré sem saknaði jólanna. Þegar þær loksins fundu leið sína út úr þessu enduðu þær upp í sal og horfðu á myndina Inside out og borðuðu brjóstsykurinn sinn síðan í gær. 

Engin lýsing til

Í kaffitímanum fengu þær kanilsnúða og jógúrtköku. 

Eftir kaffi kláruðum við úrslitaleikina í brennó og síðan hófst pottur og punt. Allir böðuðu sig og gerðu sig fína fyrir veislukvöldið 😉 

Þá var komið að pizzuveislunni í skreyttum matsalnum og borðuðu þær með bestu lyst. 

Beint í kjölfarið var sannkölluð veislukvöldvaka þar sem foringjanir sýndu listir sínar við mikinn fögnuð. Þá fengu allir íspinna og fundu sig svo til í háttinn. 

Bænakonurnar eru nú inn á bænaherbergjunum og það er svona að komast ró á hópinn en samt ekki….Það verður örugglega sofið aðeins lengur í fyrramálið líka 😉

Á morgun er brottfarardagur og fer rútan héðan kl.14

Kærleikskveðjur úr Ölveri

Erla Björg Káradóttir forstöðukona