Dagurinn byrjaði snemma enda ekki eftir neinu að bíða. Eftir að hafa fengið morgunmat, hafragraut, súrmjólk, cheerios og kornflex var gengu stelpurnar frá herbergjunum sínum áður en morgunstundin hófst. Við sungum hressandi hreyfisöngva og áttum góða stund saman þar sem við töluðum saman um þakklæti og mikilvægi þess að eiga góð samskipti við aðra.

Eftir morgunstundina hófst brennókeppnin og fór hún fram utandyra í mildu veðri. 

Í hádegismat var píta með skinku og grænmeti og voru stelpurnar duglegar að borða. Eftir matinn fengu þær smá frjálsan tíma áður en Top Módel keppnin hófst þar sem sköpunargleðin fær að njóta sín. 

Í kaffitímanum voru Ölversbollur og súkkulaðibitakökur við mikla ánægju stelpnanna. Eftir kaffi var brjóstsykursgerð þar sem stelpurnar bjuggu til sína eigin mola með aðstoð foringja. Dagskráin hélt áfram og ýmist var farið í heita pottinn eða að æfa leikrit fyrir kvöldvöku kvöldsins.

Í kvöldmat fengu stelpurnar hakk og spagettí sem er alltaf vinsælt.

Tvö herbergi voru með atriði á kvöldvökunni og heppnuðust þau mjög vel. Eftir að hafa sungið nokkur lög og hlustað á hugleiðingu foringja brast á með bíó kvöldi þar sem boðið var upp á poppkorn og almenn kósýheit. 

Það voru sáttar og sælar stelpur sem lögðust á koddann í kvöld.

Góðar kveðjur 

Svava Sigríður Svavarsdóttir 

Forstöðukona