Það hefur verið unun að fylgjast með stelpunum takast á við og yfirstíga margvíslegar persónulegar áskoranir. Eitthvað er um flugnabit en engin lætur það skemma fyrir sér enda lumum við á ýmsum úrræðum.
Eftir fjörugan jóladag vöknuðu stelpurnar úthvíldar i gærmorgun. Það var lítið rými fyrir heimþrá í gær og sváfu allar vært.
Eftir hefðbundna morgundagskrá var komið að því að fá grænmetisbuff og cous cous í morgunmat en það er alltaf vinsælt. Eftir hádegi sýndu stelpurnar fjölbreytta hæfileika sína í hæfileika keppni Ölvers.
Í kaffitímanum var boðið uppá brauð með skinku og osti ásamt sjónvarpsköku. Síðan var komið að hinum ýmsu stöðvum þar sem farið var í boltaleiki, heitan pott, föndrað og dansað.
Í kvöldmat var steiktur fiskur og kartöflubátar nammi namm. Kvöldvakan var í styttri kantinum þar sem Villi var týndur og Sveppi og Gói þurftu aðstoð frá stelpunum til að finna hann. Hófst þá heljarinnar eltingarleikur um allt svæðið. Villi fannst að lokum en þá var búið að opna kaffihús í matsalnum þar sem tekið var á móti stelpunum með heitu kakó og vöfflum. Að kaffihúsi loknu fóru stelpurnar að undirbúa sig í háttinn enda mikilvægt að ná góðum svefni.
Nú er síðasti heili dagurinn runninn upp sjálfur veisludagurinn of margt skemmtilegt framundan.
Þar til næst, bestu kveðjur úr Ölveri
Svava Sigríður Svavarsdóttir
Forstöðukona