Hæ hæ, Rósa heilsar héðan úr Ölveri ásamt ráðskonu (Guðbjörg), bakar (Sólveig) og 7 frábærum foringjum 🙂

Ég var spurð að því í dag hvort við færum heim til okkar að sofa, svona krúttlegar spurningar hafa komið til okkar í allan dag, en nei, við gistum allar hér í Ölver og í sömu byggingu og hjá stelpunum 🙂

Í hádegismat fengum við skyr og pizzabrauð. Í kaffinu súkkulaðibitakökur og bananabrauð. Í kvöldmat kjötbollur og grænmeti. Í kvöldkaffi, ávexti skorna niður í bita.

Við gengum um svæðið og sögðum sögur (þjóðsögur og alls konar) af staðnum, við fórum í nafnaleiki og ýmsa hópleiki. Við fórum í leik er nefnist Topp-model, þar vinna herbergin saman og 4 foringjar leika kynni og prófdómara. Síðan æfðu 3 herbergi atriði fyrir kvöldvöku. Í kvöldvökunni er svo ýmis dagskrá, leikrit, leikir, spjall þar sem ég segi frá staðnum, söngvar sungnir og mikið af þeim 🙂

Eftir kvöldvöku verður bænakonuleit, en foringjar skipta sér niður á herbergi og hjálpa stelpunum að hátta sig, finna tannburstana sína og koma þeim í ró fyrir svefninn.

Við tökum slatta af myndum og þær munu birtast á sérstakri flikr-myndasíðu. Ég get sent ykkur linkinn á morgun.

Bless í bili, frábærar stelpur og spenntar eru mættar hér í Ölver og við hlökkum mikið til samverunnar með þeim næstu daga 🙂

Kveðja

Rósa