Annar dagurinn í okkar dásamlega leikjaflokki senn liðinn. Mikið og margt gert í dag. Eftir morgunmat var það fánahylling, tiltekt í herbergjum, samverustund, skipt í brennólið og brennóleikar Ölvers startaðir.
Í hádegismat var boðið uppá hakk og spaghetti, alveg hreint geysivinsælt og rann ljúflega niður. Eftir hádegismat voru það Ölversleikar sem virka þannig að herbergisfélagar vinna saman í einu liði og leysa hinar ýmsu þrautir saman.
Í kaffinu var boðið uppá brauðbollur og ljúffenga köku með bleiku kremi. Einnig kakó sem var afar vinsælt, eftir frekar dumbótt veður með smá rigningarúða.
Eftir kaffið var hæfileikasýning. Þar voru sýnd mörg skemmtileg atriði og 3 foringjar léku kynna og dómara. Síðan fóru margar í heita pottinn hér á staðnum, en hér er kominn glænýr flottur pottur.
Í kvöldmat var boðið upp á hinn geysivinsæla Ölvers-grjónagraut. Síðan var það kvöldvaka á sýnum stað. Þrjú herbergi sýndu leikrit sem þau höfðu æft.
Við höfum haft bæði kvöldin sem liðin eru “surprice-viðburði”, í gærkvöld var það náttfatapartý og dans og allir fengu ís, í kvöld var það kósýstund þar sen við horfðum saman á bíómynd og allir fengu poppkorn og eplabita. Allar fóru þreyttar en sáttar í háttinn.
Sendum góðar kveðjur,
kveðja Rósa forstöðukona og Ölversgengið í 9.flokki