Dagurinn í gær tók heldur betur vel á móti okkur með glampandi sólskini og blíðviðri.

Stelpurnar nutu veðursins og eftir hádegi í dag fórum við niður að læk þar sem þær voru að vaða og leika sér. Frábær stund og mikið gaman í sólinni. Kaffitíminn var borðaður úti og svo skiptust herbergin á að skella sér í heita pottinn.

Matseðill dagsins:
Morgunmatur: Alls konar morgunkorn, hafragrautur og súrmjólk í boði

Hádegismatur: Pastasalat og brauðbollur
Kaffitími: Sjónvarpskaka og sætar Ölvers-bollur með bleikum glassúr

Veislukvölds-kvöldmatur: Pizza
Kvöldkaffi

Við höfum heldur betur verið heppnar með veðrið hérna og þær hafa verið duglegar að leika sér úti og njóta umhverfisins. Lúsmýið hefur verið töluvert að kíkja á okkur en þær standa sig eins og hetjur í þeirri baráttu.

Eftir kaffi tók við skemmtilegur tími þar sem allir undirbjuggu sig fyrir síðasta kvöldið, Veislukvöldið, og foringjarnir gerðu fléttur og fleira fallegt í hárið þeirra. Við tók svo pítsuveisla og stórkostleg kvöldvaka með foringjaleikritum og allir skemmtu sér konunglega.

Bestu kveðjur,
Bára forstöðukona