Hæ hæ! Mikið var gaman að fá stelpurnar upp í Ölver í gær! Það kom fljótt í ljós að þetta er fjörugur hópur með góðum og jákvæðum anda.
Rútan kom á svæðið, við hlupum inn í matsal og þar fengu þær að hitta og kynnast starfsfólkinu. Stelpunum var síðan skipt í herbergi, þær bjuggu um rúmin og gerðu herbergin rosa kósý á meðan þær kynntust herbergisfélögum sínum. Í hádegismat var skyr og ljúffengt pizzubrauð að hætti Ölvers. Þær fóru í könnunarleiðangur um svæðið og við nýttum góða veðrið í nafnaleiki á fótboltavellinum okkar.
Eftir jógúrtköku og pizzusnúða héldum við Ölver’s top módel leika. Hvert herbergi var eitt lið, og þær áttu að gera outfit úr plastpokum, gúmmí hannska, kaffi filterum, eigin fötum og öllu sem finnst í náttúrunni. Það var mikil stemning, hlátur og fjör, og þetta krafðist samvinnu. Dómararnir og kynnar voru sterkir karakterar leiknir af starfsfólkinu.
Fyrir kvöldvöku fengu þær hakk ogspakk, og svo var mikið sungið og hlegið að aðstoðarforingjunum sem sáu um skemmtiatriði kvöldsins. Þá lærðu þær líka stutta dansa sem þær notuðu sem samskipti í bænakonuleit úti í skógi. Eftir kvöldkaffi komum við stelpunum í ró og sáu bænarkonurnar um góð lok á fyrsta degi.