Stelpurnar voru vaktar klukkan 9:00 með tónlist og fóru síðan í morgunmat, fánahyllingu, biblíulestur og brennó.
Í hádegismatinn var lasanja með steiktum kartöflum sem allar borðuðu vel af áður en var haldið út í ratleik um svæðið þar sem stelpurnar þurftu að svara ýmsum spurningum sem lið. Það rigndi á okkur en stelpurnar létu það alls ekki stoppa sig heldur klæddu þær sig vel og skemmtu sér vel úti.
Í kaffi var boðið uppá nýbakað kryddbrauð og karamellulengjur.
Svo var komið að Ölver Top Model sem er alltaf vinsælt en þar eiga stelpurnar í sínum herbergjum að hanna outfit á eina stelpuna úr óhefðbundnum efnivið, svo var útkoman sýnd á tískusýningu.
Í kvöldmat var grjónagrautur og brauð með áleggi sem fyllti svanga maga áður en haldið var á kvöldvöku þar sem Fjallaver og Lindaver sáu um atriði.
Í lok kvöldvökunnar komu inn tveir frakkar að drekka heitt kakó og borða súkkulaðikex sem buðu steplunum að koma á kaffihús niðri í matsal.
Síðan var haldið í háttin og gekk vel að fara að sofa.
Á morgun er svo veisludagur og erum við allar mjög spenntar fyrir því.
Rútan kemur í bæinn á Sunnudaginn kl 15:00.
Ég minni aftur á myndirnar á síðunni okkar.
https://www.flickr.com/photos/kfum-kfuk-island/albums/72177720327741884/with/54671820122
Bestu Kveðjur úr Ölveri,
Lilja Maren, forstöðukona