Frábær og skemmtilegur dagur hér í Ölveri, stelpurnar fengu að sofa hálftíma lengur, svo héldu þær í hefðbundna morgundagskrá, morgunmat, fánahyllingu, biblíulestur og brennó.
Í hádegismat var boðið steiktan fisk með kartöflum og kokteilsósu.
Næst var haldin hæfileikakeppni þar sem komu fram fjölmörg flott atriði og komu skemmtilegir dómarar í heimsókn.
Í kaffi var boðið uppá fléttubrauð og smákökur áður en stelpunum var boðið í sturtu og heita pottinn sem flestar nýttu sér.
Á meðan þær skiptust á að fara í pottinn var einnig í boði að fara í Just Dance og föndurstund þar sem þær föndruðu mynd af Faðir Vorinu.
Í kvöldmat voru Tortillur með öllu tilheyrandi og borðuðu allar vel af því.
Blásið var til kvöldvöku og sáu Fuglaver og Hamraver um atriði kvöldsins, í lok kvöldvöku mætti furðulegur maður inn og sagði öllum stelpunum að þær þyrftu að búa sér til vegabréf til þess að komast inní ævintýraheiminn, þegar þær höfðu klárað vegabréfin sín voru þær leiddar í gegnum ævintýragang sem endaði í matsalnum þar sem við spiluðum Bingó.
Við fengum okkur epli og appelsínur áður en haldið var í háttinn og áttu öll herbergin notalega stund með sinni bænakonu.
Bestu kveðjur úr Ölveri,
Lilja Maren, forstöðukona