Í gær var lagt af stað upp í Ölver í seinasta flokk sumarsins. Veðurspáin hafði ekki virkað spennandi en það rættist úr henni og eftir hádegismat fóru stelpurnar í gönguferð um svæðið og leiki úti. Eftir kaffi var föndrað, spilað og farið í heita pottinn og virtust stelpurnar njóta sín.
Eftir kvöldmat var kvöldvaka með hæfileikasýningu og fengum við að sjá flotta hæfileika hjá þessum flottu stelpum. Í lok kvöldvökunnar heyrðu þær sögu um Kristrúnu sem var frumkvöðull og stofnandi sumarbúðanna Ölver. Eftir það var boðið upp á kvöldkaffi fyrir háttinn. Þær sofnuðu svo eftir viðburðaríkan dag og hlökkum við til áframhaldandi skemmtunar með þeim næstu daga.
Guðlaug og Ólöf forstöðukonur.