Stelpurnar vöknuðu allar hressar og kátar og tilbúnar í ný ævintýri. Þær byrjuðu daginn á að borða morgunmat og halda svo á morgunstund þar sem sungin voru Ölverslög og sögð sagan af Miskunsama Samverjanum. Einnig var farið í bingó þar sem þær áttu að finna sem passaði við ákveðna lýsingu, t.d. að eiga hund, finnast gaman að dansa og kunna fleiri en 2 tungumál. Eftir morgunstundina var haldið í íþróttahúsið í brennókeppni og svo þaðan í matsal þar sem stelpurnar gerðu kókoskúlur og föndruðu. Í hádeginu fengu þær grænmetisbuff og kúskús. Farið var í ævintýragöngu upp að steini og var mikið fjör á meðal stelpnanna. Í kaffinu var boðið upp á súkkulaðibitakökur og banana- og kryddbrauð. Eftir kaffi var föndrað úr trölladeigi og gerðir tie dye bolir og þvottastykki. Einnig var boðið uppá ýmiskonar föndur, eins og að búa til vinabönd úr perlum. Fyrir kvöldmat var farið í leiki uppi í sal. Í kvöldmatinn var hakk og spaghetti sem þær borðuð með bestu lyst, og var svo haldið á kvöldvöku sem breyttist óvænt í náttfatapartý með tónlist og fjöri og endaði svo á bíómyndakvöldi þar sem stelpurnar fengu kvöldkaffi. Þær sofnuðu svo allar eftir góðan dag og erum við spenntar fyrir fleiri ævintýrum í flokknum.

 

Ölverskveðjur,
Guðlaug og Ólöf forstöðukonur.