Hér í Ölveri er núna fullur flokkkur af hressum og kátum stelpum og frábært starfsfólk.
Við hittumst fyrst allar inn í matsal þar sem við fórum yfir helstu reglur og skiptum okkur upp í herbergi.

Þegar allar höfðu komið sér fyrir var dinglað í hádegismat og boðið var uppá skyr og pizzabrauð.

Eftir hádegismat fóru allar stelpurnar saman i göngutúr að kynnast svæðinu þar sem við erum með þó nokkrar sem hafa aldrei komið áður, að göngutúrnum loknum enduðum við á fótboltavellinum þar sem allir fá að kynnast betur með nafnaleikjum og fleiri skemmtilegum leikjum til þess að hrista uppí hópnum.

Í kaffitímanum var boðið uppá rice krispies kökur og bananbrauð sem rann vel niður.

Eftir kaffitíma var svo farið í vinsælu Ölversleikana þar sem herbergin fara saman og keppa í ýmsum þrautum, bæði liðs og einstaklings. Stelpurnar fengu fyrst smá tíma til þess að undirbúa herberginu smá liðsbúning og lögðu svo af stað í þrautir. Liðin hjálpuðust öll að og hvöttu hvor aðra áfram í skemmtilegum þrautum.

Í kvöldmat var grænmetisbuff og kúskús á boðstólnum. Eftir kvöldmat er alltaf kvöldvaka þar sem við syngjum saman, ýmis atriði og að lokum sögð stutt hugleiðing. Í þetta skipti sá Hlíðaver um atriði.

Í lok kvöldvökunnar fengum við sent myndband frá aðstoðarforingjunum þar sem þær höfðu stolið blaðinu sem stóð á hvaða herbergi fengi hvaða bænakonu. Stelpurnar hlupu út að leita af aðstoðarforingjunum sem létu þær fá poka með orðarugli, þegar þær höfðu leist orðruglið kom í ljós hver bænakonan þeirra var.

Síðan fengu stelpurnar sér ávexti í kvöldkaffi og gerðu sig tilbúnar í háttinn.

Í lok kvöldsins áttu öll herbergin notalega stund með sinni bænakonu áður en allir fóru að sofa.

Ég er spennt að kynnast öllum þessum frábæru stelpum betur og lenda í ýmsum ævintýrum með þeim.

Endilega fylgist með á myndasíðunni okkar þar sem birtast nýjar myndir á hverjum morgni.

 

Lilja Maren, forstöðukona.