Fyrsti dagurinn í fimmta flokki er hafinn. 46 flottar telpur mættu í Ölver um tólf leytið. Flestar hafa dvalið hér áður, eru heimavanar og þekkja allt út og inn. Eftir hádegismatinn en þær fengu grjónagraut í matinn var farið í leiki og þær lærðu nöfn hver annarrar. Eftir kaffitímann var hárgreiðslukeppni og við fundum vel hvað margar voru búnar að undirbúa sig vel fyrir þá keppni. Það voru galagreiðslur, spangir,teyjur og meira að segja gerviblóm. Allt tókst þetta vel. Í kvöldmatinn fengu telpurnar medistar-pylsu með kartöflumús og grænmeti. Telpurnar borðuðu vel. Eftir matinn eða kl. 20:30 var kvöldvaka þar sem farið var í leiki og sungið. Stelpurnar tóku þátt í öllu. Eftir kvöldvökuna földu foringjarnir sig og þær þurftu því að fara út og finna sína bænakonu sem var einhvers staðar í nágrenni Ölvers. Þegar allar bænakonurnar voru fundnar fóru stelpurnar í náttföt og burstuðu tennurnar en þá buðum við upp á óvænta skemmtun. Bíó og popp. Þær sem vildu, en það voru allar stelpurnar, fengu að horfa á bíómynd og borða popp. Vakti þetta mikla lukku. Það var farið seint að sofa en allar sofnuðu fljótt eftir langan og skemmtilegan dag.
Flokkurinn er fullur af jákvæðum og duglegum stelpum sem eru duglegar að leika sér og skemmta sér konunglega. Fyrsti dagur er liðinn og við förum allar, starfsfólk og börn, eftirvæntingafullar að sofa því hér er skemmtileg og viðburðarík vika.
Kveðja,