Í gær 20. júní nutum við veðursins.
Byrjuðum morguninn á að gera bænalyklakippur á biblíulestri, síðan voru þrír leikir í brennó spilaðir áður en við fengum kjötbollur, kartöflumús ásamt sósu í hádegismat.
Stelpurnar eru mjög duglegar að borða enda mikið að gera. Eftir hádegi skiptum við okkur á fjórar stöðvar. Á einni stöðinni fengu stelpurnar fiðrildi eða blóm máluð á andlitin sín, á annarri lærðu þær að gera hunda úr trúðablöðrum á þriðju stöðinni var sirkus námskeið og á þeirri fjórðu var sápukúlu framleiðsla. Hver stúlka fór á tvær stöðvar þannig að í dag höldum við áfram þar sem frá var horfið og í lok dags verða allar búnar að fara á fjórar stöðvar. Eftir kaffi var farið í íþróttakeppni og hluti af stelpunum fengu að fara í pottinn. Eftir ljúffengt spagettí í kvöldmat var komið að kvöldvökunni þar sem Lindaver sá um atriðin. Að kvöldvökunni lokinni höfðum við kósý stund með bíómyndinni Tangled
Bestu kveðjur frá okkur með sólskinsbrosi til ykkar!