Laugardaginn 24. ágúst fer hið árlega Reykjavíkurmaraþon fram í miðborg Reykjavíkur. Líkt og undanfarin ár safna nokkrir hlauparar áheitum fyrir sumarbúðir KFUM og KFUK, en áheitin renna óskipt til styrktar starfseminnar þar. Félagsfólk í KFUM og KFUK er hvatt til að kynna sér málið og leggja því verðuga málefni lið.
Þrír hlauparar hafa nú hafið áheitasöfnun fyrir sumarbúðir félagsins í Vindáshlíð, en hægt er að heita á þá hér.
Tíu hlauparar hafa hafið áheitasöfnun fyrir sumarbúðir félagsins í Ölveri, hægt er að heita á þá hér.
Velkomið er að hafa samband við Þjónustumiðstöð KFUM og KFUK í síma 588-8899 ef spurningar vakna um áheitasöfnunina.