Dagurinn hefur verið viðburðarríkur í Ölveri. Hér voru stúlkurnar vaktar með ljúfum jólalögum. Dagskráin fyrir hádegi var með hefðbundnu sniði að mestu leiti, nema hvað, að sjálfsögðu voru sungin jólalög á Biblíulestrinum.
Í hádegismatinn var karrý-fiskur í ofni. Eftir hádegismatinn tók við hárgreiðslukeppni þar sem mátti sjá einstaklega flottar greiðslur.
Seinni partinn máluðum við piparkökur, hlustuðum á jólalög og fórum svo í pottinn.
Í kvöldmat var grænmetisbuff og kartöflubátar. Eftir kvöldmat fórum við í fínni föt og héldum jólaball, þar mætti jólasveinn með fullt af poppi fyrir okkur og við enduðum síðan kvöldið á því að horfa allar saman á myndina „Frosinn“.
Það eru mikil forréttindi að fá að eiga viku með svona dásamlegum og hæfileikaríkum stúlkum.
Kær kveðja,
Ása Björk og Þóra Björg