Mikið hefur gengið hér á í Ölveri í dag.
Morguninn var með hefbundnum hætti og í hádegismat var lasagne. Eftir hádegismat var stelpunum hóað saman með þær fréttir að Írisi foringja hafði verið rænt. Við fórum því allar af stað í göngu til þess að leita af henni. Við fundnum vísbendingar á leiðinni og að lokum fundnum við skessu sem var með Írisi í haldi. Hún lét hvert herbergi fá eina gátu til að leysa og þegar allar höfðu lokið við gátuna sína var Írisi sleppt og við fögnuðum því með því að fara í nokkra leiki og héldum svo heim á leið. Þar biðu okkar pizzusnúðar, lummur og smákökur. Eftir kaffi settu foringjarnir upp vatnsrennibraut sem stelpurnar fengu að renna sér í og skemmtu sér vel. Í kvöldmat var ávaxtasúrmjólk og brauð. Kvöldvakan var afar skemmtileg með skemmtiatriðum frá Hlíðar- og Skógarveri. Þegar stelpurnar voru komnar upp í rúm var þeim komið á óvart með náttfatapartý þar sem þær fóru í setudans og limbó og fengu ís.
Þetta eru allt frábærar og skemmtilegar stelpur sem eru hérna hjá okkur og gera dvölina svo sannarlega eftirminnilega fyrir hvor aðra.
Hafdís Maria