Þá kemur síðasta færslan frá 4.flokki. Við áttum góðan dag í gær, eftir hádegismat fóru stelpurnar í rigningargönguferð niður að læk hér í grennd, margar höfðu gaman af því vaða og blotnuðu sumar þeirra vel. Eftir kaffitímann var svo hæfileikakeppni þarm fengum við að sjá frumsamin ljóð, píanóleik, leikrit og dans. Síðan var boðið upp á pizzur og rice krispies í eftirmat. Þá hófst kvöldvakan þar sem foringjarnir sýndu leikrit og dans og enduðu svo á eurovision ölverslaginu sem stelpurnar fengu einmitt heim með sér á blaði.
Í dag var svo úrslitaleikur í brennó og verðlaunaafhending. Stelpurnar tóku vel til matar í hádeginu, tómatsúpa með pasta og heimabakaðar bollur.
Þetta var skemmtilegur hópur sem okkur var treyst fyrir og vonumst við til að sjá sem flestar hjá okkur að ári liðnu.
Fyrir hönd starfsfólks Ölvers
Erna Björk Harðardóttir.