Hin árlega kaffisala Ölvers fer fram sunnudaginn 21. ágúst kl. 14:00-17:00.

Á kaffisölunni gefst einstakt tækifæri til að heimsækja yndislegt umhverfi og húsakost Ölvers, gæða sér á ljúffengum veitingum og styrkja um leið starfsemina þar. Aðgangseyrir er 2.000 kr, en 1.000 kr fyrir börn (12 ára og yngri) og frítt fyrir leikskólabörn.

Guðsþjónusta og vígsla vatnsbóls kl. 13:00
Guðsþjónusta hefst kl.13 í Ölveri á sunnudaginn fyrir kaffisölu og kjölfarið verður vatnslindin nýja vígð. Sr. Guðni Már Harðarson þjónar og Jóhanna Elísa Skúladóttir, ein af foringjum sumarsins, mun leika undir safnaðarsöng og syngja einsöng. Fjölmennum og fögnum merkum áfanga!

Hlaupastyrkur-Sveinusjóður
Nú eru komnir nokkrir hlauparar sem ætla að hlaupa fyrir Sveinusjóð (markmið sjóðsins er að safna fyrir nýjum íþróttaskála). Við í stjórn Ölvers hvetjum ykkur til að heita á hlauparana okkar hérna, nú eða hlaupa fyrir Sveinusjóð. Allir sem hlaupa fyrir sjóðinn fá svo frítt á kaffisöluna næsta sunnudag.

Með fyrirfram þökk og kærri kveðju frá stjórn Ölvers.