Að venju hófst dagurinn á morgunmat, fánahyllingu og biblíulestri. Að því loknu voru það hressar og kátar stúlkur sem fóru í brennókeppni dagsins í íþróttahúsinu.
Í hádegismat var boðið upp á pasta. Þegar allar höfðu borðað nægju sína var farið út og keppt í Furðuleikunum. Þar var meðal annas keppt í stígvélasparki, breiðasta brosinu, kjötbollukasti, sjómann og fleiru. Gaman var að fylgast með stelpunum fara um allt Ölverssvæðið og hlátraskollin voru þvílík, að unun var að heyra í þeim.
Úr eldhúsinu barst ilmur af kanillengjum og skinuhornum, sem stúlkurnar fengu í kaffitímanum. Þegar þær höfðu rétt kyngt birtust inni í matsal persónur sem komu úr Hungurleikamyndunum og nú hófust hinir æsi spennandi Hugurleikar. Var stúlkunum skipt í 12 lið og til að ganga sem berst í leiknum þurftu þær að sýna útsjónarsemi og samvinnu. Gríðarlegt fjör var á svæðinu, bæði helgið og grátið en allt endaði vel og voru það þreyttar og sveittar stúlkur sem komu heim í hús þegar leiknum lauk. Stór hluti hópsins fór í góða sturtu áður en kom að kvöldmat.
Kjúklingaleggir og kartöflubátar voru á boðstólnum í kvöldmatinn og borðuðu þær mjög vel.
Á kvöldvökunni var það Hamraver sem sá um skemmtiatriði og svo var sungið, hlustað á hugleiðingu og kvöldbæn beðið.
Enn og aftur fór að berast ljúffengur ilmur úr eldhúsinu og þegar stúlkurnar gengur niður í matsal tóku á móti þeim prúðbúnir þjónar, sem buðu þær velkomnar á kaffihús með frönskuívafi. Þar var boðið upp á nýsteiktar vöfflur og heitt kakó, auk þess sem þær hlýddu á lifani tónlist flutta af einum foringjanna í hópnum.
Sælar, saddar, glaðar en þreyttar stúlkur fóru í háttinn um kl.23:30 og það er óhætt að segja að þær hafi all flestar sofnað um leið og þær lögðust af koddann.
Þið eigið frábærar stelpur kæru foreldrar :o)
Starfsfólkið í Ölver
Enn fleiri myndir eru komnar á vefinn frá sl.dögum
https://www.flickr.com/photos/kfum-kfuk-island/sets/72157685735360216/