Stelpurnar voru vaktar upp með söng og voru fljótar á fætur. Morguninn var líkt og flesta aðra daga, með hefðbundnum hætti. Í hádegismat fengu stelpurnar grjónagraut og fengu svo frjálsan tíma í stutta stund. Eftir hádegi var boðið upp á andlitsmálningu og hoppudýnu úti á stétt í tilefni dagsins.

Í kaffitímanum var boðið upp á „fánaköku“ en eldhússtarfsfólkið okkar fékk mikil hrós fyrir kökuna og skreytingarnar í salnum en búið var að hengja upp 100 blöðrur í salnum. Eftir kaffi var farið í skrúðgöngu þar sem stelpurnar fóru hringinn í kringum sumarbústaðarhverfið hér fyrir neðan svæðið og sungu „hæ, hó og jibbí jeiiii“. Skrúðgangan endaði á stéttinni fyrir framan gistiskálann en þar tók enginn önnur en fjallkonan á móti stelpunum. Fjallkonan talaði við stelpurnar, sem voru gegn blautar eftir gönguna, en kom þeim svo rækilega á óvart þegar hún byrjaði Vatnsfjör sem endaði í heita pottinum en flokknum tókst að henda bæði foringjum og forstöðukonu ofan í pottinn í öllum fötunum.

Stelpurnar fóru allar í heita pottinn eða sturtu og klæddu sig svo upp í sparifötin. Foringjarnir hjálpuðu stelpunum að greiða hárið fyrir kvöldið en flestar vildu þær fá fastar fléttur.

Á veislukvöldi var svo boðið upp á pizzur og djús en starfsfólkið þjónaði stelpunum til borðs en jafnframt var stutt sögustund á meðan stelpurnar kláruðu að borða.

Eftir kvöldmat bauð starfsfólkið stelpunum  upp á veislu-kvöldvöku sem endaði á því að starfsfólkið frumflutti fyrir flokkinn Ölverslagið 2018.

Í kvöldkaffi fengu stelpurnar heitt kakó og rice krispies kökur.

Eftir kröftugan og fjörugan dag fóru stelpurnar þakklátar og brosandi að sofa.

Ölverskveðja
Forstöðukona