Í dag vöknuðu stelpurnar og áttu hefðbundinn morgunn. Í hádegismat var grjónagrautur sem þær klöppuðu fyrir, það er farið að verða eitthvað hjá þeim að klappa fyrir hlutunum… sem er frábært og mjög skemmtilegt! Eftir hádegismat voru nokkur smiðjur í gangi. Þær gátu valið milli þess að fara í kókoskúlugerð, Varúlf, skreyta salinn og ýmsa íþróttaleiki. Skemmtu þær sér konunglega og fundu allar eitthvað við sitt hæfi.
Í kaffinu var boðið upp á bananabrauð og súkkulaðibitakökur sem runnu ljúflega niður. Eftir kaffi hófu stelpurnar að undirbúa sig fyrir veilsukvöldverðinni með pottaferð eða sturtu. Boðið var upp á Ölvers pizzu, kókoskúlur og smákökur í kvöldmatinn. Á veislukvöldvökunni sýndu foringjar og aðstoðarforingjar leikrit og skemmtu stelpurnar sér alveg konunglega. Í lokinn fengur þær að heyra nýja Ölverslagið og sungum við það svo allar saman í lokin.
Eftir skemmtilega veilsudag sofnuðu stelpurnar sælar og glaðar.
Í dag 8.júlí er svo heimferðardagur. Voru þær vaktar í morgun á hefðbundnum tíma, eftir morgunmat fór þær hver í sitt herbergi til að pakka niður og ganga frá. Hin æsispennandi brennókeppni lauk með sigri liðinu sem bara nafnið Birkir Bjarnason mótið. Unnu þær líka foringjana .
Grillaðar voru pylsur í hádeginu og runnu þær ljúlega niður. Núna er að hefjast lokastundin og að henni lokinni verður haldið út í rútu og heim á leið. Áætluð heimkoma er rétt um kl.16.
Við sem höfum verið með stelpunum hér þessa viku viljum þakka fyrir samveruna og þessar frábæru stelpur. Þær hafa verið til fyrirmyndar í alla staði, hlustað einstaklega vel og eru kurteisar. Vonandi sjáum við sem flestar aftur í Ölver að ári.