Vel gekk að vekja stúlkurnar og þær voru fljótar að græja sig fyrir morgunmat. Við tók svo morgundagskráin – tiltekt, biblíulestur og brennó.

Í hádegismat fengu þær ljúffengt lasagne, salat og brauð. Var tilkynnt að eftir kaffi yrði hæfileikasýning og að þær sem vildu gætu skráð sig. Einnig að næst þegar yrði blásið í lúðurinn ættu þær að safnast saman fyrir framan útidyrnar. Þegar allar voru komnar var þeim skipt niður í hópa, þar sem nú voru að hefjast Ölversleikar. Þar sýndu stúlkunar hæfni sína m.a í sippi, kjúklingjaleggja gripi – þar sem samvinna skipti öllu máli, grettum, stígvélakasti, rúsínu spýti, ljóðaskrifum og kannað var hver hefði breiðasta brosið. Allar skemmtu sér konunglega, mikið var hlegið og allar nutu sín úti í sólinni.

Til að njóta veðursins enn meira var kaffið úti í dag og boðið var upp á kryddbrauð, rice krispies og lummur, já það var sko þríréttað í dag :o)

Eftir kaffitímann fengu stúlkunar smá stund til að leggja loka hönd á atriði sitt fyrir hæfileikasýninguna, en þar var sungið bæði einsöngur og í hóp, dansað, sýndar teiknaðar myndir, sögð saga, fimleikaatriði, dýrahljóð, spilað á hljóðfæri, sirkusatriði og hvernig hægt er að leysa rubiks kubba. Já það eru sko hæfileikaríkar stúlkur sem eru í þessum ævintýraflokki.

Í kvöldmat var grjónagrautur og tóku stúlkurnar vel til matar síns.

Ákveðið var að nota áfram góða verðið og vera með kvöldvökuna úti, að vanda var sungið, einnig sýndu foringjar leikrit og farið var í leiki. Eins og svo oft áður í þessum flokk mætti á svæðið óvæntur gestur sem bauð stúlkunum að koma niður að aparólu. Þar tók á móti þeim ilmandi grill lykt og fengu þær sykurpúða til að grilla. Hlustuðu þær á hugleiðingu kvöldsins á meðan þær nutu sykurpúðanna og sungu kvöldsönginn, áður en haldið var upp í hús til að undirbúa sig fyrir nóttina. Það er óhætt að segja að það hafi verið þreyttar og sælar stúlkur sem fóru í rúmið og ekki tók langan tíma að fyrir augun að lokast.
https://www.flickr.com/photos/kfum-kfuk-island/albums/72157708985286143