Mikið hefur drifið á daga okkar hér í Ölveri.
Á miðvikudaginn var keppt í Top model þar sem herbergin fengu ákveðna hluti til að vinna með og nota fyrir módelið sitt. Síðan fengu módelin að ganga sýningarpallinn og sýna flottu búningana sem herbergjunum tókst að gera.
Á miðvikudaginn var einnig farið í ævintýraleik þar sem stelpurnar voru með bundið fyrir augun og gengu um svæðið og kynntust nokkrum ævintýrum á hverjum stað fyrir sig.
Á miðvikudagskvöldið var ákveðið af hafa aftur náttfatapartý sem endaði svo á bíó og poppi uppi í kvöldvökusal.
Í gær, fimmtudag, byrjaði dagurinn á biblíulestri og brennó eins og vaninn er.
Eftir hádegismat var gengið niður að á þar sem stelpurnar fengu að vaða og þótti þeim það ansi gaman.
Eftir kaffitímann var keppt í vísbendingaleik um svæðið þar sem þær þurfta að safna vísbendingum og leysa verkefni til að komast á leiðareinda.
Í gærkvöldi var boðið upp á heitan pott og föndur.
Stelpurnar voru vaktar í morgun af mjög furðulega klæddum leiðtogum og þeim tilkynnt að ég dag væri furðufatadagur.
Í dag bíða okkur því mörg ævintýri.
Flokkurinn gengur að öllu leyti vel og hér eru hamingjusamar og frábærar stúlkur.