Vá, hvar á ég að byrja? Ég hef reynt að vera í sumarbúðum yfir 17.júní allt mitt líf, fyrst sem barn og síðan að vinna. Það er einfaldlega eini staðurinn til að vera á, á þessum degi. En aldrei!! hef ég upplifað eins skemmtilegan og velheppnaðan þjóðhátíðardag. Þótt að verðið væri ekki með okkur í liði, var einfaldlega geggjað hjá okkur!
Eftir morgunrútínuna borðuðum við gómsætan kjúllarétt í hádeginu. Svo byrjaði fjörið! Andlitsmálning fyrir þær sem vildu, tónlist og sungið, hoppukastali og leikir. Svo héldum við af stað í skrúðgöngu. Fyrir utan svæði Ölvers, sem er girt af, er lítið sætt sumarhúsahverfi. Þar röskuðum við rónni og gengum um allt og óskuðum fólki gleðilegs 17.júní. Þegar við komum til baka beið okkur fjallakonan fríð og las fyrir okkur ljóð.
Svo var kaffi. En ekkert venjulegt kaffi. 17.júní kaffi. Það þýðir; skreyttur salur, Rice crispies kökur og risastór Íslenska fána kaka!! Veit ekki alveg hvernig keppnin fór í ár, en það er ss óformleg keppni milli sumarbúða KFUM og K um hver gerir flottustu kökuna á 17.júní. Shout out á bakarann okkar, Andreu. Hún er ekkert mjög mikið með börnunum en samt vinsælasti og ástsælasti starfsmaðurinn á svæðinu. „Hún rokkar feitt“.
Jæja áfram með dagskránna! Ekki róleg mínúta hér á bæ. Heitur pottur og SLIP AND SLIDE!! Við festum ss kaup á 15 metra langri mjúkri plast-rennibraut sem smellpassar í grasbrekkuna hliðina á pottinum. Nóg af vatni og tillhlaupi og maður flýgur niður brautinu og gott betur en það. Mjög gaman. Neeema að þrífa grútskýtugan og „grasugan“ pottinn. En það er fórn sem ég er fús að færa! #shrek
Okkur fannst þetta soldið lítil dagskrá, svo við „pulled some strings“ og fengum vin okkar til að koma með VELTIBÍLINN! Mjög spennandi og gaman. Bara svona til að toppa okkur milli ára.
Pítur í kvöldmatinn. Héldum að það væri geggjað sniðugur matur. Þær voru samt furðu margar, furðu svangar eftir 1 og hálfa pítu. Turns out, þær setja sjálfar ekkert mjög mikið ofaní pítuna sína og voru eiginlega bara að borða brauð. Alltaf að læra eitthvað nýtt.
Kvöldvaka með sín herleg heit; leikrit, lög og stuð. Í lokinn fengu þær svo annsi furðulega heimsókn. Albus Dumbledore labbaði inn og tilkynnti þeim að þær hefðu allar fengið inngöngu inní Hogwarts-skóla. Þær þyrftu bara að finna Ron Weasley útí skógi sem gaf þeim töfrasprota. Með sprota, gátu þau fundið Harry Potter sem teiknaði ör á enni þeirra. Með ör á enninu, treysti Hermione þeim og gaf þeim inngöngu bréf fyrir skólann, a.k.a. íþróttahúsið. En allt þurfti þetta að gerast án þess að vitsugurnar myndu ná þeim. Ef þær náðust komu þær beint í Azkaban, fangelsið. Sem var potturinn, augljóslega.
Það voru útkeyrðar og móðar stelpur sem komu í kvöldkaffi um kl 11. En dagurinn var ekki búinn! Heldur betur ekki. Í staðinn fyrir ávexti í kvöldkaffi, var KRAP!! Ískalt, himinblátt og frískandi krap frá Bínóís á Háaleitisbraut. #samstarf
Stjórnlaus gleði en þeim mun erfiðara að fá þær til að fara að sofa. En pökkuð dagskrá og bullandi keyrsla allan daginn skilaði sínu og sykurinn laut í lægra haldi fyrir þreytunni og voru þær flestar að sofna um miðnætti. Hálftíma útsof í dag og aðeins rólegri dagur. Stefnum á gönguferð upp að steininum í fjallinu, ævintýragangi og bíókvöldi. Meira um það á morgun.
Stay tuned
Gríma Katrín
P.S. afsakið upphrópunarmerki, capslock og enskuslettur. Þetta er bara eina leiðin fyrir mig til að koma á framfæri hversu trylltur í raun og veru dagurinn var (: