Veisludagurinn heppnaðist ótrúlega vel. Seinasti heili dagurinn og við fengum smá sól 😀 allt auðveldara í sól þegar maður vinnur með börnum. Allir brosandi og til í að vera úti.
Fengum pasta í hádeginu og fórum svo niður í læk. 10 mínúna labb rétt útfyrir svæðið. Það var lyginni líkast; um leið og stelpurnar fóru að vað, kom sólin – í fyrsta skipti síðan daginn sem við komum. Allt í einu nenntu þær allar að vera memm og við ílengdumst við lækinn. Fengum meira að segja kaffið til okkar og borðuðum pizzasnúða og súkkalaðibitasmákökur með fæturna í læknum. Röltum svo til baka og fórum í pottinn. Eitt hverbergi í einu OG .. þær fengu KRAP ÚTÍ POTTINN :O enn sú hamingja! Áttum ss smá afgang frá 17.júní og þær fengu hálft glas hver.
Eftir pottinn gerðum við okkur allar fínar og fórum í sparifötin. Það var nú einu sinni veisludagur. Pizzur í kvöldmatinn, og maður lifandi hvað þær gátu borðað mikið af henni! Allir fóru svaddir og sælir uppá veislukvöldvöku þar sem foringjarnir sjá um að vera með leikrit. En ekki eitt og ekki tvö, held að við höfum verið með amk 7 leikrit, hvert öðru fyndnara. Heyrðum svo Ölverslagið 2021 en það er samið við lagið 10 years. Bænakonustund og kósý áður en þær sofnuðu og sváfu eins og steinar.
Heimfarardagurinn er sólríkur og fallegur. Stelpurnar voru vaktar kl 9:30 og eru búnar að borða morgunmat. Nú iðar allt húsið þar sem þær eru að pakka niður dótinu sínu. Morgunstund eftir smá og svo foringjabrennó. Grillaðar pulsur – seinasti frjálsi tíminn og svo lokastund þar sem þær fá verðlaun og við syngjum Ölverlagið saman aftur.
Rútan fer héðan kl 15 og er að koma á Holtaveg 28 kl 16. Sjáumst þar, hress og spennt. Veit amk að stelpurnar eru það. Vonandi hafa pislarnir mínir gefið ykkur smá hugmynd af því hvernig það er að vera í Ölveri, svo þegar stelpurnar koma heim á eftir og segja ykkur alla sólarsöguna – hljómar það ekki eins og algjör vitleysa; ævintýragangur, Harry potterleikur, Ölvers next top model og kassaklifur.
Takk fyrir að treysta okkur fyrir börnunum ykkar. Það var yndislegt að kynnast þeim og við v0numst til að hitta þau aftur í framtíðinni. Mér heyrist þær amk margar ætla að koma aftur, og flestar ætlar sér að koma og vinna hérna. Aðalega til að meiga fá sér endalaust mikið krap, en líka til að vera meira á þessum frábæra stað.
That´s it folks! sjáumst kl 16 (:
Takk fyrir mig
Gríma Katrín Ólafsdóttir, forstöðukona.