Dagur 4
Morgunstundinn var yndisleg. Ég sýndi þeim þverflautuna mína og spilaði á hana, við sungum og þær fóru svo í brennó. Í hádegismatinn var ávaxtasúrmjólk með brauði. Eftir hádegismat var top model keppni. Þá fengu herbergin svartan plastpoka, bönd og fleira til að búa til föt úr. Þær máttu nota eitthvað sem þær fundu úti í náttúrunni og hanna búninga og hárgreiðslu. Herbergin völdu svo eina stelpu til þess að vera model og ganga í tískusýningu sem var í lokin. Þetta var rosalega skemmtilegt og gaman að sjá hvað stelpurnar voru hugmyndaríkar og gerðu þetta vel. Í kaffitímanum var boðið upp á crossant og súkkulaðibitakökur, rosalega góðar. Eftir kaffitímann fengu stelpurnar að gera kókoskúlur, við buðum uppá söng, perl og heitan pott. Fjögur herbergi æfðu svo leikrit til að sýna á kvöldvökunni. Í kvöldmatinn var hakk og spagettí með tómatsósu, stelpurnar borðuðu vel. Eftir kvöldmat var mjög skemmtileg og fjörug kvöldvaka með fullt af leikritum og leikjum sem herbergin höfðu undirbúið. Eftir kvöldvökuna vorum við með notalega stund í matsalnum, svona kaffihúsastemningu. Þá höfðum við kerti á borðunum og buðum uppá kökur, kakó og kókosbollurnar sem þær höfðu gert fyrr um daginn. Við höfðum huggulega tónlist í matsalnum og sögðum þeim sögu. Þær gerðu sig svo til fyrir svefninn og fengu góða stund í herberginu sínu með sinni bænakonu fyrir nóttina.
Í dag er veisludagur, yndislegt veður og mikil dagskrá. Segi ykkur betur frá því á morgun.
-Íris Rós, forstöðukona