Vá! Við starfsfólkið eigum hreinlega ekki til orð!

Við erum allar sammála um að við hefðum viljað eiga að lágmarki eitt kvöld í viðbót með hópnum, það var virkilega erfitt að kveðja þær!

Heimfarardagurinn gekk mjög vel fyrir sig, stelpurnar voru ágætlega duglegar að pakka dótinu í morgun og taka til í herbergjunum sínum. Starfsfólkið velti því þó fyrir sér í smá stund hvort þær væru hugsanlega viljandi að tefja heimför…  Þá gáfu þessir snillingar ekkert eftir þegar þær kepptu við okkur í brennó (fyrst sigurliðið og svo allur hópurinn) og röðuðu svo allar inn viðurkenningum og verðlaunum á lokastundinni sem var haldinn eftir hádegi.

Unglingaflokkurinn okkar í ár var eiginlega ólýsanlegur! Svona jákvæðni og drifkraft höfum við bara ekki séð áður … Það var öllu tekið fagnandi og þær voru svo ótrúlega til í allt! Á sama tíma sýndu þær ótrúlegt frumkvæði í samskiptum við hver aðra og magnaða vináttu. Það skapaðist svakaleg liðsheild og traust í hópnum og er hver og ein algjörlega frábær og teljum við forréttindi fyrir okkur að hafa fengið að kynnast þessum stelpum og vera með þeim í heila viku. Við söknum þeirra strax og vonumst til að hitta þær allar sem fyrst aftur.

Takk fyrir að treysta okkur fyrir þeim og gefa okkur tækifæri á að eyða tíma með þeim – Þið getið öll verið virkilega stolt af þessum einstöku eintökum sem að þið eigið.

Við þökkum hópnum fyrir æðislega og eftirminnilega viku og vonum að þær hafi skemmt sér jafn vel og við.

Stelpur, aldrei gleyma því hvað þið eruð frábærar!

Ölverskveðja
Starfsfólk unglingaflokks 2021

 

Ath. Óskilamuni má nálgast á skrifstofunni okkar á Holtavegi 28.