Heil og sæl!
Ekkert smá skemmtilegur fyrsti dagur að ljúka!
Það var svo æðislegt veður þegar við mættum upp í Ölver að stelpurnar máttu ekkert vera að því að borða skyrið sem Telma hrærði í fyrir þær. Stelpurnar voru fljótar út að leika og skoða svæðið um leið og þær voru búnar að þakka fyrir matinn.
Þegar starfsfólk var búið að ganga frá eftir mat og búnar að borða sjálfar þá fóru þær í smá göngutúr um svæðið, þær sýndu þeim girðinguna og fóru í marga nafnaleiki til þess að kynnast stelpunum.
Vegna þess að veðrið var svo frábært þá ákváðum við að labba niður að læk! Allar fóru í sundfötin sín og tóku handklæðið með sér. Nánast allar stelpurnar fóru að vaða, margar ákváðu meirisegja að synda í læknum! Þær sem að vildu ekki vaða voru með danspartý á bakkanum. Kaffitíminn var borðaður niðri við lækinn og djúsinn drukkinn þar líka.
Á leiðinni í Ölver löbbuðum við í halarófu og blöstuðum tónlist á meðan 🙂
Þegar við komum tilbaka þá kveiktum við á hoppukastalanum og buðum líka upp á skotbolta.
Við ákváðum að hafa matinn í fyrrikanntinum, enda allar orðnar svangar og borðuðu þær vel af pítu.
Á kvöldvökunni var mikið sungið og voru þær ekkert smá heppnar því foringjarnir skelltu sér í búninga og sýndu þeim leikrit.
Eftir kvöldvöku komum við þeim heldur betur á óvart með náttfatapartýi! Þær tóku allar þátt í því því þetta er alltaf eitthvað sem þeim hlakkar mikið til! Svo fengu þær ís yfir öðru leikriti frá foringjunum!
Eins og þið mögulega haldið þá voru þær allar vel þreyttar eftir daginn og kom ró yfir húsið mjög fljótt þegar þær fóru inn í herbergi aftur.
Bænakonurnar þeirra sitja nú hjá þeim og lesa þær inn í draumalandið <3
Bestu kveðjur úr Ölveri,
Fanney forstöðukona