Það var útsof á okkar fólk í morgun, enda langur og kraftmikill dagur í gær.
Eftir hádegismat fórum við í smá óvissuferð en þar sem það er veisludagur fannst starfsfólkinu tilvalið að bjóða stelpunum í sund og því var ferðinni heitið í Hreppslaugina.
Við tókum kaffitímann úti eftir sundið og fórum svo upp í Ölver og áttum krúttlega stund þar sem við gerðum okkur til fyrir veislukvöldið og starfsfólkið fléttaði stelpurnar og aðstoðaði þær við að gera í hárið.
Veislukvöldið gekk afskaplega vel. Maturinn fékk mikil fagnaðarlæti og starfsfólkið sló mikið meira en í gegn á kvöldvökunni. Það voru blendnar tilfinningar í lok kvöldvökunnar þegar það rann upp fyrir stelpunum að þær væru á leiðinni heim á morgun og því var ákveðið að lengja aðeins í kvöldinu og átti hópurinn dásamlega stund saman þar sem við bæði hlógum og grétum allar í kór.
Virkilega flottur og yndislegur veisludagur að baki hjá okkur í unglingaflokki.
Bestu kveðjur
Alla Rún, forstöðukona
Morgunverður: Ávextir
Hádegismatur: Fiskibollur, hrísgrjón og karrýsósa
Kaffi: Tebollur og sjónvarpskaka
Kvöldmatur: Hamborgara hlaðborð
Kvöldkaffi: Ís og ávextir