Þennan morgunin voru stúlkurnar vaktar kl.08:30, nokkrar voru vaknaðar þá þegar en hinar voru fljótar á fætur og græjuðu sig fyrir morgunmatinn.
Hefðbundin morgundagskrá var að venju og eftir brennó fengu stúlkurnar tortillur í hádegismatinn.
Eftir hádegi var farið í hina sívinsælu Ölversleika þar sem þær sýna hæfini sína í t.d stígvélasparki, rúsínuspýtingum, sippi og breiðasta brosinu. Voru það sex hópar sem hlupu hér um svæðið og leystu hinar ýmsu þrautir.
Smákökur, bananabrauð og súkkulaðikaka fengu góðar viðtökur í kaffitímanum og gáfu góða orku fyrir pottaferð og hoppukastala sem var á dagskrá seinni partsins. Hér er tíminn líka notaður til að litað, föndrað og gera helling af vinaböndum.
Í kvöldmatinn var grænmetisbuff, couscous og grænmetissósa. Á meðan starfsfólkið borðaði undirbjuggu stúlkurnar sig fyrir kósýkvöldvöku og mættu allar á náttfötunum eða kósýfötum upp í kvöldvökusal þegar hringt var til kvöldvöku. Þar var að venju mikið fjör og síðustu tvö herbergin sáum um leiki og leikrit. Að hugleiðingu og kvöldsöng loknum var stúlkunum boðið að fara og sækja sængur/svefnpoka og kodda í herbergin sín og koma með upp í kvöldvökusal því nú yrði bíókvöld. Horfðu þær á myndina „Stikkfrí“ ogs sátu dolfallnar alla myndina. Eins og tilheyrir þegar maður fer í í bíó var boðið upp á popp á meðan þær horfðu.
Eftir kvöldhressingu fóru þreyttar stúlkur inn á herbergin sín með bænakonunum og flestar voru sofnaðar um leið og höfuðið snerti koddann.
Nú fer heldur að styttast í heimför og er undirbúningur fyrir veisludaginn í fullum gangi hér í Ölver í dag.
Brynja Vigdís, forstöðukona
https://www.flickr.com/photos/kfum-kfuk-island/albums/72177720309360386/page1