Eftir viðburðaríkan dag í gær voru stelpurnar aðeins lengur að koma sér á fætur í dag. Byrjuðum daginn eins og venjulega á morgunmat og svo fánahyllingu. Morgunstund og eftir það brennó. Í hádegismatinn voru fiskibollur, hrísgrjón og karrýsósa. Flestar sáttar með það en nokkrar ekkert mjög 😛
Í lok matartímans var þeim tilkynnt að næst á dagskrá væri lækjarferð, sem uppskar mikil fagnaðarlæti. Þá löbbum við í útaf svæðinu að læk sem er ca 10 mín í burtu. Þar er hægt að vaða og sulla og labba upp lækinn í stígvélunum. Mikið gaman, mikið fjör.
Í kaffitímanum fengu stelpurnar bananabrauð og heimatilbúnar “subway kökur”. Þeim fannst þær greinilega mjög góðar því þær koma flestar heim með uppskriftina.
Eftir kaffi fengu stelpurnar að gera tie die. Þær fengu allar hvítan Ölversbol og léku svo lausum hala um grasbalan hér fyrir utan með fata-málningu og skreyttu bolina sína. Heppnaðist mjög vel hjá þeim. Svo fengur þær að hoppa í heita pottinn, eitt herbergi í einu. Rosa kósý og næs.
Í kvöldmatinn var pizza. Svona til að bæta upp fyrir fiskibollurnar í hádeginu. Þær borðuðu eins og þær myndu aldrei fá mat aftur. Á kvöldvökunni voru tvo herbergi með leikrit, við sungum lög og hlustuðum á hugleiðingu. En dagráin var samt heldur betur ekki búin þarna! Við áttum eftir að fara út að grilla sykurpúða OG halda klikkað náttfatapartý sem endaði á ís!!! :D:D:D:D:D
Það voru glaðar en þreyttar stelpur sem lögðust á koddan í kvöld. Þær hafa nokkrar spurt hvað við séum eiginlega að fara að gera restina af vikunni hér. Við erum búin að gera svo margt að þar hreinlega “getur ekki verið neitt eftir að gera hérna!”
Við þær sagði ég bara “já, rétt hjá ykkur, það verður engin dagskrá næstu daga”. En ykkur skal segja að við erum með svo mikla dagskrá planaða að við þyrftum helst fleiri klukkutíma í sólarhringinn.
Þangað til á morgun!
Bestu kveðjur, Kristrún fortöðukona