Stelpurnar voru heldur betur tilbúnar í daginn þegar þær voru vaktar í morgun, eftir morgunmat og fánahyllingu tóku þær til í herbergjunum sínum og héldu svo á biblíulestur. Þar heyrðu stelpurnar sögu um hvað Jesús er hjálpsamur og er alltaf til staðar fyrir okkur. Næst var æsispennandi brennó keppni og síðan hádegismatur þar sem Ölvers grjónagrautur var í boði, því næst bjuggum við til póstkassa til að setja á hurðirnar í herbergjunum, núna er nefnilega byrjaður leynivinaleikur. Eftir kaffi máluðum við steinana sem við fundum í gær og tie dye-uðum Ölvers þvottastykki sem stelpurnar fá svo heim með sér.
Í kvöldmat var Tortilla sem rann ljúft niður, núna eru stelpurnar á kvöldvöku sem breyttist skyndilega í náttfatapartý. Núna sit ég og hlusta á tónlistaróm og mikinn söng og hlátrasköll frá stelpunum af efri hæð hússins, allt eins og það á að vera.
Bestu kveðjur
Guðbjörg forstöðukona