Dagurinn byrjaði snemma hér í Ölveri í dag en stelpurnar voru byrjaðar að týnast fram um kl.7:30 og perluðu og lituðu í rólegheitum þar til herbergisfélagarnir vöknuðu.

Eftir morgunmatinn, fánahyllingu og Biblíulestur byrjaði Brennó-keppnin úti á fótboltavelli. Veðrið er milt og gott en smá blautt eftir rigningu seint í gær og nótt.

Eftir hádegismatinn var farið í Top model-leikinn en þar var hvert herbergi að búa til „fatnað“ á eina þeirra sem sýndi. Fötin voru búin til úr ruslapoka, kaffipoka og þannig efnivið. Mikill metnaður var hjá öllum herbergjum.

Í kaffitímanum voru nýbökuð skinkuhorn og skúffukaka og svo var farið í pottinn.

Það er alltaf frjáls tími á milli dagskráliða og þá eru stelpurnar að gera það sem þeim langar til og halda áfram að kynnast hvor annarri.

Í kvöldmatinn var hakk og spagettí og núna eru þær allar á kvöldvökunni.

Það er búið að vera frábært að vera með stelpunum ykkar síðustu tvo daga og við hlökkum til næstu daga!

Kær kveðja,
Bára