Góðan dag héðan frá Ölveri.
Í síðastu frétt sagði ég frá því að þær væru á kvöldvökunni og svo áttu þær allar von á því að fá sér smá kvöldsnarl og koma sér svo í ró. Það gerðist auðvitað þannig en svo kom það óvænta. Serkjó!!!! Foringjarnir settu á tónlist og stuð og það var dansað og náttfatapartý tók við. Í góðu partýi var auðvitað ís í lokin svo allar fóru glaðar og þreyttar að sofa.

Það var sofið aðeins lengur í gær og flestar voru að vakna um kl.9.
Svo var hefðubundin dagskrá fyrir hádegi en eftir hádegi var hæfileikakeppni og eins og okkur grunaði eru endalaust margir og góðir hæfileikar í hópnum.

Ratleikur um svæðið og keppnisskapið mikið seinnipartinn.

Þær eru að gera vinabönd í massavís og eru eflaust mjög spenntar að sýna ykkur handverkið sitt.

Steiktur fiskur og kartöflur í hádeginu, pizzasnúðar og skúffukaka í kaffinu og kornflex-kjúlli og franskar í kvöldmat svo nóg er af góðum mat.

Nú er brostið á frábært veður hérna hjá okkur og við hlökkum til að nota góða veðrið með stelpunum ykkar!

Fylgið okkur endilega á facebook og instagram 🙂

Bestu kveðjur,
Bára