Gærdagurinn byrjaði skemmtilega, við vöktum stelpurnar með tónlist frammi á gangi fyrir morgunmat. Á biblíulestri héldum við umfjölluninni um nágungann áfram. Þær heyrðu dæmisögu sem var leikin af starfsfólki og það náði svo sannarlega til þeirra. Í hádegismat var grænmetisbuff og svo fengu þær góðan tíma til að æfa sig fyrir hæfileikakeppnina sem verður í dag.

Síðan vorum við með lista hringekju með fjórum stöðvum sem allar stelpurnar fengu að prufa. Hér máluðum við steina sem þær fundu í fjallgöngunni um daginn, gerðu tie-dye boli, skreyttu krukkur með ýmsu sætu og frumlegu skrauti, og fengu svo danskennslu uppi í sal. Þetta var mikið fjör og skinu listrænir hæfileikar þeirra virkilega í gegn.

Þær fengu gómsætar karamellulengjur og bananabrauð í kaffi og fóru svo í heita pottinn, hvert herbergi á eftir öðru. Eftir pottinn voru Kjötbollur í kvöldmatinn og kvöldvakan var síðan sérlega skemmtileg. Þar fórum við í leik þar sem aðstoðarforingi teiknaði mynd og stelpurnar áttu að gíska á merkingu hennar, sem var: rosalega kósý bíókvöld sem beið þeirra í kvöldvökusalnum. Við horfðum á söngleikinn Hairspray og fengum popp með. Það gekk vel að fara að sofa, enda eru stelpurnar ornar dásamlega heima kærar hérna hjá okkur í Ölveri.