Um Ölver

Höfundur hefur ekki skráð neinar upplýsingar um sjálfan sig.
Fram til þessa hefur Ölver skrifað 30 færslur á vefinn.

9. flokkur – Leikjaflokkur – Dagur 1 – Ölver

Höfundur: |2025-07-29T13:58:34+00:0029. júlí 2025|

Það var blautur komudagur í Ölveri í gær þegar hressar og kátar stelpur í Leikjaflokki mættu á staðinn. Fyrsta samvera var í matsalnum þar sem farið var yfir það helsta, upplýsingar og reglur sem gott er að hafa á bakvið [...]

8. flokkur – ævintýraflokkur – dagur 4

Höfundur: |2025-07-26T16:48:03+00:0026. júlí 2025|

Frábær og skemmtilegur dagur hér í Ölveri, stelpurnar fengu að sofa hálftíma lengur, svo héldu þær í hefðbundna morgundagskrá, morgunmat, fánahyllingu, biblíulestur og brennó. Í hádegismat var boðið steiktan fisk með kartöflum og kokteilsósu. Næst var haldin hæfileikakeppni þar sem [...]

8. flokkur – Ævintýraflokkur – Dagur 3

Höfundur: |2025-07-25T17:25:53+00:0025. júlí 2025|

Stelpurnar voru vaktar klukkan 9:00 með tónlist og fóru síðan í morgunmat, fánahyllingu, biblíulestur og brennó. Í hádegismatinn var lasanja með steiktum kartöflum sem allar borðuðu vel af áður en var haldið út í ratleik um svæðið þar sem stelpurnar [...]

8. flokkur – Ævintýraflokkur – Dagur 2

Höfundur: |2025-07-24T20:47:51+00:0024. júlí 2025|

Þá er fyrsti heili dagurinn okkar hérna í Ölveri búinn og var hann heldur betur skemmtilegur. Stelpurnar voru vaktar af foringjum klæddum í öllum regnboganslitum enda var þema dagsins Regnboginn, það var meira að segja boðið uppá bláan hafragraut í [...]

8. flokkur – Ævintýraflokkur – Dagur 1

Höfundur: |2025-07-24T12:16:44+00:0023. júlí 2025|

Hér í Ölveri er núna fullur flokkkur af hressum og kátum stelpum og frábært starfsfólk. Við hittumst fyrst allar inn í matsal þar sem við fórum yfir helstu reglur og skiptum okkur upp í herbergi. Þegar allar höfðu komið sér [...]

6. flokkur – Unglingaflokkur – Dagur 6

Höfundur: |2025-07-17T03:00:32+00:0017. júlí 2025|

Síðasta heila daginn í Ölveri köllum við veisludag. Veðrið hélt áfram að leika við okkur og fengu stelpurnar aftur að sofa hálftíma lengur en vanalega. Í framhaldi tók við hefðbundin morundagskrá. Á biblíulestri ræddum við um þakklæti og í lokin [...]

6. flokkur – Unglingaflokkur – dagur 5

Höfundur: |2025-07-17T02:59:34+00:0017. júlí 2025|

Eftir ævintýri gærkvöldsins var ákveðið að stelpurnar fengju að sofa lengur. Við vöktum þær sem enn sváfu kl. 11:30 en hinar sem vöknuðu fyrr gátu fengið sér smá morgunmat, dundað, gert vinabönd, farið í sturtu o.fl. í rólegheitum þar til [...]

6. flokkur – unglingaflokkur – dagur 4

Höfundur: |2025-07-16T02:41:50+00:0016. júlí 2025|

Eftir að hafa farið aðeins seinna að sofa leyfðum við stelpunum að sofa hálftíma lengur. Þegar við vöknuðum blasti við okkur þvílíkur dýrðardagur. Þegar ég opnaði hurðina út var tilfinningin eins og ég væri stödd í útlöndum. Loftið var nú [...]

6. flokkur – Unglingaflokkur – Dagur 3

Höfundur: |2025-07-15T00:18:22+00:0015. júlí 2025|

Stelpurnar voru vaktar með tónlist kl. 9. Þær sváfu vel og næturvaktin gekk vel. Morguninn gekk sinn vanagang með morgunmat, fánahyllingu, tiltekt og biblíulestri. Á biblíulestri ræddum við um á hvaða grunni við viljum byggja líf okkar og áttum spjall [...]

6. flokkur – Unglingaflokkur – Dagur 2

Höfundur: |2025-07-13T14:15:59+00:0013. júlí 2025|

Stelpurnar voru vaktar með tónlist kl. 9 fyrsta morguninn og höfðu þær flest allar sofið vel og næturvaktin gengið áfallalaust fyrir sig. Í morgunmat var boðið upp á morgunkorn, súrmjólk og hafragraut. Eftir morgunmat var farið út í fánahyllingu og [...]

Fara efst