
Kaffisala Ölvers á sunnudaginn, 21. ágúst kl.14 – 17 !
Á sunnudaginn, 21. ágúst, verður árleg kaffisala sumarbúða KFUM og KFUK í Ölveri frá kl.14-17. Gómsætar veitingar verða til sölu, starfsfólk sumarsins verður á svæðinu og aldrei að vita hvort Candyfloss - vél verði á staðnum fyrir yngstu kynslóðina! Verð [...]
Karneval í Ölveri
Karneval er þema dagsins. Dagurinn byrjaði með skrúðgöngu og lúðraþyt. Bollewoodmorgunleikfimi og fínheitum. Kökuskúltúrar, karamellugerð, skreytingarbrjálæði og naglalakk með skrauti einkenna þennan góða dag. Við erum endalaust heppnar með veður og stemningin eftir því. Gærdagurinn endaði í kósý dekri og [...]
Ice-step í listaflokki í Ölveri
Fyrsti dagur endaði með miklu fjöri í gær þar sem meðlimir frá Ice-step komu í heimsókn og dönsuðu fyrir stelpurnar og kenndu þeim svo nokkur spor. Á youtube má sjá sýnishorn af afrakstrinum: http://www.youtube.com/watch?v=JawVl1vcwMQ Dagur 2 fór síðan vel af [...]
Listaflokkur Ölvers fullur af stjörnum
Guðsgræn náttúran og góða veðrið tók á móti Listafokksstelpum Ölvers og er ekki hægt að óska sér betri byrjunar. Dansinn er hafinn, bollarnir málaðir og hönnunarhópurinn á haus. Semsagt allt á fullu en aðalatriðið er auðvitað að allir eru glaðir.
Listaflokkur í Ölveri hefst á morgun: nokkur laus pláss!
Á morgun, þriðjudaginn 9.ágúst hefst Listaflokkur í Ölveri, fyrir stúlkur á aldrinum 9-12 ára. Flokkurinn stendur yfir dagana 9.-12.ágúst. Þar verður fjölbreytt og spennandi dagskrá í boði en sérstök áhersla er lögð á listir og skapandi vinnu: Stomp og taktþjálfun, [...]
Nokkur laus pláss í Listaflokk Ölvers í næstu viku: Dans, tón – og leiklist, kökuskreytingar o.fl.!
Næsta þriðjudag, 9.ágúst, hefst Listaflokkur í Ölveri, og er ætlaður fyrir stúlkur á aldrinum 9-12 ára. Flokkurinn stendur yfir dagana 9.-12. ágúst. Í Listaflokk verður boðið upp á hefðbundna sumarbúðadagskrárliði eins og útivist, íþróttir, kvöldvökur, fræðslustundir og leik, en sérstök [...]
Veisludagur Krílaflokks í Ölveri
Nú er krílaflokki í Ölveri lokið. Dagarnir hafa liði hratt og höfum við brallað margt saman. Stelpurnar koma heim reynslunni ríkari, hafa eignast nýja vinkonu og lært heilmargt um Guð og ábyggilega ,,elst" um nokkur ár eftir að hafa dvalið [...]
Annasamur dagur í Ölveri
Héðan af krílunum úr Ölveri er allt gott að frétta. Nú rétt fyrir miðnætti eru flestar komnar í draumalandið eftir annasaman dag. Hér var margt um að vera og hófst dagurinn, eins og allir dagar, á biblíulestri þar sem við [...]