3.dagurinn í Ölveri hefur gekk ljómandi vel. Stelpurnar vöknuðu kl.9 og fengu sér morgunmat og fóru svo á Biblíulestur. Þá var haldið í brennó og svo var borðaður dýrindis fiskur í hádeginu.

Eftir hádegi fengu þær að fara inní ævintýraheim þar sem þær hittu fyrir ógurlegan sjóræningja, óðan trúð, geðilla Þyrnirós og grenjandi Gullbrá, síðan var dansað og sungið dátt með ævintýraverunum.

Kaffið samanstóð að heimabökuðu bakkelsi eins og vanalega og síðan var haldið í íþróttakeppni þar sem keppt var í köngulóarhlaupi og rúsínuspýtingum.

Þá fóru nokkur herbergi í heitapottinn á meðan hin æfðu leikrit og í kvöldmat var hakk og spaghetti. Það var mikið fjör á kvöldvöku og endaði dagurinn með náttfatapartýi ;O)

 

Í dag er veisludagur og mikið fjör framundan. Eftir hádegi ætlum við að hafa “Ölvers got talent” og í kvöld verður veislukvöldmatur og kvöldvaka í boði starfsfólksins. Á morgun verður pakkað niður, farið í ratleik og haldin verður loka-og kveðjustund og verðlaun veitt áður en þær halda heim. Áætluð heimkoma er kl.18 að Holtavegi.

 

Það hefur verið einstök ánægja að fá að vera með börnunum ykkar og vona ég að sjá þær allar aftur á næsta ári ;O)

 

Takk fyrir mig

Erla Björg Káradóttir og starfsfólk Ölvers