Er skráningarsíða KFUM og KFUK á Íslandi örugg fyrir greiðsluupplýsingar kreditkorta?
Já, Valitor (Vísa) tryggir öryggi með öruggri greiðslusíðu Valitor. Þar eru kortaupplýsingar skráðar. KFUM og KFUK á Íslandi heldur ekki utan um kortaupplýsingar. Það er allt á hendi Valitors.
Er hægt að skrá í fleiri en einar sumarbúðir í einu. Til dæmis í Vatnaskóg og Vindáshlíð?
Nei, það verður að skrá í hverjar sumarbúðir sér. Þó er hægt að skrá allt að fimm einstaklinga í hvern flokk í einstökum sumarbúðum.
Er hægt að skrá á biðlista á netinu?
Nei, KFUM og KFUK býður upp á fyrirframgefin fjölda sæta í netskráningu. Ef fullt er í netskráningu er hægt að hafa samband við KFUM og KFUK á Íslandi í síma 588-8899 til að sjá hvort aukapláss séu til staðar í flokknum utan netskráningar og eins til að skrá á biðlista.
Geta verið aukapláss til staðar í þjónustumiðstöð þótt í netskráningu segir að það sé fullt?
Já, netskráningin býður eingöngu upp á fyrirframgefin fjölda á hvern viðburð. Hægt er að hafa samband við KFUM og KFUK á Íslandi í síma 588-8899, til að athuga hvort auka pláss eru í flokknum og einnig til að skrá á biðlista.
Er greitt staðfestingargjald?
Staðfestingargjald er 6.000 krónur og er reiknað í heildarverði. Staðfestingargjald er óafturkræft.
Er hægt að fá fulla endurgreiðslu ef hætt er við dvöl í sumarbúðum?
Staðfestingargjald er ekki hægt að fá endurgreitt. Ef hætt er við dvöl innan viku frá brottför er aðeins greitt hálft gjald til baka.
Er hægt að fá systkinaafslátt í netskráningu?
Veittur er 10% systkinaafsláttur. Ef skráning er gerð á netinu er reiknaður systkinaafsláttur í sömu skráningu ef fjölskyldunúmer í þjóðskrá sé það sama á þátttakendur. Annars þarf að hafa samband við þjónustumiðstöð KFUM og KFUK á Íslandi. Ef greitt er fullt gjald fyrir systkini er hægt að fá systkinaafslátt endurgreiddan hjá þjónustumiðstöðu og er það afgreitt með millifærslu á Vísakorti eða með millifærslu í banka.
Hvar er hægt að nálgast upplýsingar um aðbúnað sumarbúða?
Upplýsingar um aðbúnað og aðstöðu í hverjum sumarbúðum fyrir sig má finna á heimasíðu KFUM og KFUK (www.kfum.is).
Þarf að greiða sér fyrir afþreyingu í sumarbúðum KFUM og KFUK á Íslandi?
Allur dagskrá sumarbúða KFUM og KFUK á Íslandi er innifalin í verði sumarbúðanna. Því bætist enginn kostnaður við uppgefið heildarverð. Í sumarbúðunum eru þó til sölu vörur og minjagripir á lágu verði. Einnig er hægt að kaupa þá muni í þjónustumiðstöð KFUM og KFUK á Íslandi.
Er kvittun send heim í pósti eftir skráningu?
Við lok netskráningarinnar birtist kvittun fyrir kaupum (inn á síðu Valitor). Sú kvittun er fullnaðarkvittun. Mikilvægt er að prenta út og geyma hana.