Ölver er staðsett um 1 km frá Þjóðvegi 1, sem liggur á milli Akraness og Borgarness.
Útleiga að vetrarlagi í Ölveri á sér langa sögu. Þar er aðstaða eins og best verður á kosið fyrir þá sem vilja njóta dvalar í friðsælu umhverfi. Húsakynni eru góð, fullbúið eldhús, heitt og kalt vatn og sturtur. Nýr heitur pottur er á staðnum sem rúmar um 10 manns, hann er í notkun allt árið og tekur einungis um eina klukkustund að fylla. Sturtuaðstaða er góð og þvottavél og þurrkari eru á staðnum.
Umhverfi Ölvers er kjarri vaxið og útivistarsvæði er fjölbreytt, lautir og brekkur. Íþróttavöllur er á staðnum. Umhverfið býður einnig upp á margskonar gönguleiðir. Fyrir gönguglaða eru gönguferðir upp á Blákoll í góðu veðri öllum ógleymanlegar en æskilegt er að hafa kunnugan með í för. Styttri gönguferðir má fara t.d. út að Stórasteini og út með fjalli að Leirá. Gönguferð niður að Hafnaránni er einnig góður kostur og gönguferð inn með gili sem Hafnará hefur myndað er skemmtileg þegar aðstæður leyfa.
Staðurinn hentar vel fyrir hópa allt að 55 manns.
Á efri hæð er eitt 6 manna herbergi og eitt 8 manna herbergi.
Á neðri hæð eru fjögur 8 manna herbergi ásamt einu eins manns herbergi.
Á starfsmannagangi á efri hæð eru eitt 4 manna herbergi, tvö tveggja manna herbergi og eitt þriggja manna herbergi.
Á efri hæðinni er samkomusalur en á neðri hæðinni matsalur með fallegu útsýni. Snyrting er á báðum hæðum.
Öll neysla áfengra drykkja og annarra vímugjafa er stranglega bönnuð. Reykingar og notkun rafrettna eru ekki leyfðar.
Gert er ráð fyrir góðri umgengni þeirra sem dvelja á staðnum. Gestir eru beðnir um að ganga frá á staðnum eins og þeir vildu koma að honum.
Upplýsingar um vetrarleigu veitir Þjónustumiðstöð KFUM og KFUK í síma 588 8899 kl. 08:00- 16:00 (-15:00 á föstudögum) alla virka daga, netfang skrifstofa@kfum.is.
Verðskráin gildir frá júlí 2024.
1 nótt: kr. 190.000
Dagsleiga: kr. 120.000
Keypt þrif: kr. 65.000
Hver nótt eftir fyrstu er 75.000 kr. Staðinn er einungis hægt að bóka með því að greiða staðfestingargjald, kr. 40.000 við pöntun eða eigi síðar en 7 dögum frá pöntun. Hægt er að greiða með millifærslu eða kreditkorti hjá Þjónustumiðstöð KFUM og KFUK. Einnig er hægt að fá greiðsluseðil sendan í heimabanka. Staðfestingargjald fæst ekki endurgreitt.
Leigutaki skal hafa gengið frá staðnum í samræmi við brottfararskýrslu fyrir klukkan 16:00 á brottfarardegi.