
3. flokkur 2025 – Ævintýraflokkur – Dagur 4
Í gær voru engin jól haldin í Ölveri - en dagurinn var samt alveg frábær! Eftir hefðbundna morgundagskrá og fiskibollur með grjónum og karrýsósu í hádeginu var dinglað í TUSKULEIK! Leikurinn virkar þannig að stelpurnar finna foringja hér og þar [...]
3. flokkur – Ævintýraflokkur – Dagur 3
Jæja, vegna anna forstöðukonu varð því miður aðeins dráttur á fréttaflutningi af gærdeginum. En hér koma þær loksins og vonandi voru þær biðarinnar virði. Gærdagurinn staðfesti held ég endanlega fyrir stelpunum að í Ölveri getur bókstaflega allt gerst því í [...]
3. flokkur – Ævintýraflokkur – Dagur 2
Gærkvöldið endaði aldeilis á ævintýri þegar herbergin fóru öll út í skóg með fjársjóðskort til að finna sína bænakonu. (Bænakonur eru þeir foringjar sem fara inn á herbergi stelpnanna á kvöldin og lesa og spjalla og koma öllum í ró). [...]
3. flokkur – Ævintýraflokkur – Dagur 1
Hingað í Ölver komu í morgun 47 afskaplega hressar og kraftmiklar stelpur og ekki síður kraftmikið starfslið. Ölver tók á móti öllum með logni og mildu veðri og þegar líða tók á daginn fór sólin meira að segja að skína [...]
2. flokkur- Ævintýraflokkur- Dagur 6&7
DAGUR 6- Veisludagur Sjötti dagurinn hér í Ölveri er síðasti heili dagurinn okkar og jafnframt veisludagur! Hann byrjaði með hefðbundnu sniði með morgunmat, fánahyllingu, tiltekt, biblíulestri og brennó. Í hádegismatinn var boðið upp á pastasalat með skinku eggjum og grænmeti. [...]
2. flokkur- Ævintýraflokkur- Dagur 5
Fimmti dagurinn hér í Ölveri byrjaði að vana á morgunmat, fánahyllingu, tiltekt, biblíulestri og brennó. Í hádegismatinn var snitsel með kartöflumús og brúnni sósu. Þær borðuðu vel og drukku. Eftir hádegismat fóru þær í gönguferð. Þær voru ekkert sérlega spenntar [...]
2. flokkur- Ævintýraflokkur- Dagur 4
Fjórði dagurinn hér í Ölveri byrjaði að vana á morgunmat, fánahyllingu, tiltekt, biblíulestri og brennó. Í hádegismatinn var Ölver-skyrbar með heimagerðu granóla (hnetulaust að sjálfsögðu), bönunum, eplum, perum, kókos og súkkulaðispænum. Stelpurnar voru mjög hrifnar og borðuðu vel. Eftir hádegismatinn [...]
2. flokkur- Ævintýraflokkur- Dagur 3
Þriðji dagurinn hér í Ölveri byrjaði að vana á morgunmat, fánahyllingu, tiltekt, biblíulestri og brennó. Í hádegismatinn var ljúffengt lasanga með hvítlauksbrauði og salati. Stelpurnar borðuðu vel og drukku. Eftir hádegismat var borðtenniskeppni þar sem stelpurnar kepptu sín á milli. [...]