Upphafssíða2025-06-18T17:23:47+00:00

Náttfatapartý í Ölveri

14. júlí 2010|

Við vöknuðum í glampandi sól í morgun, það var ekki erfitt að koma stúlkunum á fætur. Eftir morgunmat, fánahyllingu, Biblíulestur þar sem við héldum áfram að skoða sköpun Guðs, brennó og hádegismat, fórum við í gönguferð niður að á. Það [...]

Dagur allra gerða veðra í Ölveri

13. júlí 2010|

Þessi dagur hefur vægast sagt verið viðburðarríkur. Að morgunverði loknum var farið í fánahyllingu í blíðskaparveðri og eftir Biblíulestur þar sem við ræddum um það hve Guð þekkir okkur allar vel, var brennókeppnin. Veðrið var enn gott, sól og hlýtt. [...]

Sól á komudegi í Ölver

13. júlí 2010|

Hingað inn í Ölver streymdu glaðar stúkur, fullar tilhlökkunar inn í ævintýralega viku. Eftir að búið var að raða þeim í herbergin, borðuðu þær vel af grjónagraut og pizzubrauði. Eftir hádegismat var farið í gönguferð um landareignina og við prófuðum [...]

Veisludagur í Ölveri

11. júlí 2010|

Það voru kátar stelpur sem vöknuðu við afmælissöng afmælisbarns dagsins. Boðið var upp á kókópöffs á eftir einhverju hollara morgunkorni og síðan var fánahylling í sólinni. Farið var að pakka og náðu margar að ljúka því verki fyrir Biblíulesturinn. Í [...]

Ölver í faðmi fjalla

11. júlí 2010|

Sjötti dagur Ölversvikunnar er að kveldi kominn og erum við búnar að upplifa allar gerðir veðurs í dag. Eftir þægilegan morgun, kom léttur úði, sem kom þó ekki í veg fyrir að við gætum haft ratleikinn á þessum næstsíðasta degi. [...]

Ölver er yndislegt!

9. júlí 2010|

Fimmti dagur vikunnar hefur verið alveg sérlega góður. Við ákváðum að hafa messudag í dag. Stúlkurnar völdu sér hóp til að undirbúa messuna og var vel unnið. Valið stóð um leiklistarhóp, sönghóp, bænahóp og skreytihóp. Eftir hádegi var síðan messan [...]

Dósastultur og hæfileikakeppni í Ölveri

9. júlí 2010|

Góður dagur er liðinn og yndislegar stúlkur komnar inn á herbergi með bænakonum sínum. Dagurinn er búinn að vera góður, þó svo úti hafi blásið fyrri hlutann, var veðrið orðið ágætt upp úr hádegi og mikið leikið bæði á dósastultunum [...]

Hárgreiðslukeppni í Ölveri

7. júlí 2010|

Þá er þriðji dagur þessarar viku að verða liðinn. Eftir náttfatapartý gærkvöldsins sváfu stúlkurnar vel og lengi. Þær voru ekki vaktar fyrr en klukkan níu í morgun og hefðu margar getað sofið lengur. Eftir morgunmat var fánahylling, þar sem fáninn [...]

Fara efst