Símalínan í Ölveri biluð!!!
Vegna bilunar verður truflun á símatímanum. Þeir sem vilja hafa samband geta hringt í Björgu fostöðukonu í síma : 8674517
Sól og sumar í Ölveri
Dagurinn byrjaði sem fyrr á biblíulestri eftir morgunmat. Stelpurnar hlustuðu af athygli og fóru svo spenntar í brennó þar sem liðakeppnin hélt áfram. Eftir ljúffengan hádegismat var farið í ,,hermannaleik" þar sem skipt var í tvö lið og eltu þær [...]
Hárgreiðslukeppni og kvöldvaka utandyra
Dagurinn hefur verið bjartur og fagur í Ölveri og stelpurnar sannarlega notið blíðunnar. Það var þó skýjað í morgun á meðan á biblíulestri stóð og þegar brennóið stóð sem hæst en sólin gerði vart við sig upp úr hádegi. Þá [...]
Fjör og fjallganga
Við vöknuðum í björtu og fallegu veðri hér í Ölveri og stelpurnar stukku fram úr rúmunum og spurðu um dagskrá dagsins. Brennókepnin hófst formlega eftir biblíulestur og ljóst að jafnt er í liðum og spennandi keppni framundan. Eftir gómsætan fisk [...]
3. Flokkur í Ölveri hafinn!
Spenntar og glaðar stelpur mættu á aðalstöðvar KFUM og KFUK í dag til að koma upp í Ölver. Mikil eftirvænting var í hópnum sem náði hámarki þegar rútuferðinni lauk loksins og komið var að því að fá herbergi og herbergisfélaga. [...]
Veisludagur í Ölveri – kveðjustund
Það voru syfjaðar stúlkur sem vaktar voru í morgun, en þær borðuðu vel af hafragraut og hollu morgunkorni áður en þær fengu einn disk hver af kókópöffsi. Í Biblíulestrinum sem var eftir fánahyllingu, fórum við yfir nöfn þeirra með tilliti [...]
Öfugur dagur í Ölveri, vatnsrennibraut og kvennahlaup
Í gær voru allar klukkur teknar af stelpunum, úr, myndavélar og allt sem sýnt gat tímann. Í morgun var fremur drungalegt úti fyrir, lágskýjað og blautt. Því létum við sem það væri komið kvöld og drifum allar í kakósúpu í [...]
Hárgreiðslukeppni í Ölveri
Fallegur dagur er nú runninn sitt skeið og ró að færast yfir sumarbúðirnar. Þetta var fyrsti næstumþví venjulegi sumarbúðadagurinn og er það líka ágætt. Stúlkurnar hafa verið duglegar að leika sér, en Biblíulestur og brennóboltakeppnin gengu mjög vel fyrir hádegi. [...]
Ölver í faðmi fjalla – á þjóðhátíðardegi
Stúlkurnar voru vaktar fremur seint með flautuhljómum í blíðskaparveðri; úti var glampandi sól og hlýtt. Eftir hollan morgunverð voru hefbundnir dagskrárliðir fram að hádegi, en í matinn var bayoneskinka með öllu tilheyrandi og borðuðu stúlkurnar mjög vel eins og fyrri [...]