Upphafssíða2024-08-14T19:49:18+00:00

Veisludagur – 3. flokkur

25. júní 2017|

Stelpurnar voru duglegar að vakna í morgun kl. 9:00 eins og aðra morgna. Eftir morgunmat, morgunstund og brennó fengum við grjónagraut og brauð í hádegismat. Margar voru búnar að skrá sig á hæfileikasýninguna sem var framundan og því flýttu þær [...]

4. dagur – 3. flokkur

24. júní 2017|

Eftir hádegi í dag fórum við í gönguferð niður að læknum. Við vorum vel búnar enda var rigning. Stelpurnar fundu fullt af fallegum steinum í læknum og nutu þess að leika sér í náttúrunni. Lækurinn er grunnur en svolítið straumþungur [...]

3. dagur – 3. flokkur

22. júní 2017|

Náttfatapartýið í gær kom stelpunum skemmtilega á óvart. Það var dansað af mikilli innlifun og sungið hárri raustu, horft á leikrit og borðað popp. Sumum fannst nóg um og undu sér betur við að perla í ró og næði inní [...]

Listaflokkur í Ölver

21. júní 2017|

Dagur 1 og 2 Þegar hressar og kátar stúlkur voru búnar að koma sér fyrir í verunum sínum fengum við bakaðan fisk í hádegismat. Þrátt fyrir rigningu og rok var gaman að fara út í ævintýraferð um svæðið og í [...]

2. Flokkur – Dagur 5

17. júní 2017|

Það var mikið um að vera hjá okkur í gær! Eftir hádegismat fóru stelpurnar út í ratleik um fallega svæðið okkar en þeim var skipt í lið eftir herbergjum, voru því 6-9 saman í liði. Það reyndi mikið á sjálfstæði [...]

2. Flokkur – Dagur 3 og 4

16. júní 2017|

Mikið fjör er búið að vera í húsinu síðustu tvo daga en Ölversleikarnir fóru fram á þriðjudaginn. Þar var keppt í hinum ýmsu greinum bæði hefðbundnum og óhefðbundnum til að mynda breiðasta brosinu, Einari könguló, stígvélasparki, hanaslag, sjómann og kjötbollukasti. [...]

2. Flokkur – Dagur 2

14. júní 2017|

Í gær vöknuðu stelpurnar snemma og varð fljótt mikið fjör í húsinu en dagurinn byrjaði á morgunmat  og fánahyllingu. Eftir morgunstund hófst fyrsta umferð í brennókeppni flokksins og keppnisskapið leyndi sér svo sannarlega ekki en mikið keppnisskap er að finna [...]

2. Flokkur – Dagur 1

13. júní 2017|

Það voru 46 skemmtilegar og eldhressar stelpur sem mættu í fyrsta ævintýraflokk sumarsins í gær. Við byrjuðum á að stilla þeim upp við rútuna og taka hópmynd. Því næst voru reglur sumarbúðanna kynntar í matsalnum ásamt því að starfsfólk kynnti [...]

Fara efst